|
Bloggbloggblogg
Heim var komið frá nokkuð vel heppnaðri Egilsstaðaferð á mánudagskvöldi. Ég kom með seinni vélinni. Pabbi kom og sótti mig á flugvöllinn og getiði hvað! Hann þekkir manninn hennar Þorgerðar! Hann faðir minn þekkir nú alla! Það er ekki hægt að fara út í búð með honum, ég er að segja ykkur það! :O
Þegar við vorum búin að sækja dótið mitt itl mömmu keypti pabbi kvöldmat handa mér. Klukkan var hálf tíu, við fórum og keyptum kjúklingaborgara og franskar. Ég setti mig nðiur í fallega fallega og mjög svo kósí eldhúsinu hans pabba míns og gæddi mér á þessum kræsingum. Eftir á fannst mér ég VERÐA að hreyfa mig, þannig að ég hljóp einn hring í kring um húsaröðina. Þetta var nú ekki langt, en ég var móð og másandi þegar ég kom til baka. Ég hlakka til þegar ég get farið allra minna ferða á línuskautum og hjóli!!!
Ég er að bíða eftir að við getum æft dimmisjón. Konrektor vildi endilega hafa æfinguna í stoðtímanum og það eru nokkrir að taka próf í honum í hópnum okkar. Já, hún konrektor er skrýtin... lætur okkur missa af næstsíðasta stoðtímanum okkar.
Hann faðir minn mun halda fyrirlestur um ferð sína um Noreg í norrænafélaginu að Ópinsgötu. Þetta verður gaman.. ég vona að hann Þórgnýr sjái sér fært að koma líka ;)
skrifað af Runa Vala
kl: 14:06
|
|
|